Grasekkjan í Köben....

27 október 2004

Við erum flutt á netinu!!! Nýtt heimilisfang http://www.blog.central.is/givar og þar ætlum við að vera MIKIÐ duglegri að skrifa, ÉG LOFA!!!!

20 október 2004

TILLYKKE MIN SKAT!!!!!!!!!!!! Birthday Song
Gummi á afmæli í dag, femogtyve takk fyrir takk. Til hamingju með daginn ástin mín og alveg frábært að geta eytt með þér þessum degi In Love
Erum að fá gesti um helgina og tilhlökkunin orðin gífurleg!!! Leigðum bíl í gær og verðum með hann í viku, notuðum tækifærið og fórum í IKEA, ekki leiðinlegt. Við ætlum svo að fara út að borða í kvöld og "næsheit"
Hilsen


07 september 2004

SHOP UNTIL U DROP
Já mín tók eitt æði í Fields í gær, vá hvað er mikið af flottum búðum þarna!!! Missti mig gjörsamlega og verslaði ekkert smá á Gumma (eiginlega ekkert á mig, dugleg) og ekkert smá flott. Hlakka til að sjá svipinn á drengnum þegar hann sér hvað ægtefruen keypti á hann Fainting Annars ekkert að frétta af okkur, bæði voða spennt að komast heim til pabba Blowing A Kiss
Heyri í ykkur seinna!!!
Goodbye05 september 2004

TILVIJANIR EÐA.........
Já mannshugurinn er skrítinn, alla vega minn. Ég er í mjög þungum þönkum þessa dagana um hvort e-ð gerist bara af tilviljun einni saman???? Ef svo er ekki, er þá einhver sem stjórnar okkur eins og strengjbrúðum þarna uppi??? Er virkilega búið að ákveða allt okkar líf fyrirfram eða erum við óskrifað blað við fæðingu??? Já svona er STÓR hættulegt að búa einn Hmm 2 ég er í rosa naflaskoðun og get ekkert ákveðið hvað ég á að gera, einhver með góðar tillögur.... þá endilega láta mig vita vill svo heppilega til að ég er með e-mail og síma (held að það viti það ekki allir.....)

Við Guðni Ívar erum búin að hafa það rosa kósý alla helgina, búið að vera geðveikt veður sól og yfir 20 stiga hiti. Í gær vorum við að hjálpa Steingerði og Helga að flytja og í dag ætlum við að vera úti að leika og lesa!!!

Tillykke med födselsdagen Ágústa Happy Birthday

Hilsen Pála og Guðni Ívar


02 september 2004

We don´t need another hero.......
Já ég er algjör hetja, tvö kvöld í röð hef ég sjálf og alein ráðist á hryðjuverka"kvikindi" og tortímt þeim!!!!! Þetta eru engin smá kvikindi og á ég von á orðu frá Bush sjálfum enda nákomin Bin Laden þessi ógeð... þið haldið náttúrulega að ég sé orðin leyniskytta og búin að stúta nokkrum Achmölum??? Nei þetta voru risaköngulær, ekkert eðlilega stórar og hvað geri ég kona í BRÁÐRI lífshættu, ja segjum bara sem svo að almannavarnir yrðu ánægðar með viðbrögðin. En sonur minn skildi ekkert í látunum í þeirri gömlu þegar hann tilkynnti henni: Nei, sjáðu hver er komin í heimsókn til okkar!!! Já og það skreið þetta stærðar kvikindi á gardínunum fyrir ofan RÚMIÐ mitt, og ég stökk upp og öskraði eins og skáldið sagði eitt sinn: ÞÉR ER EKKI BOÐIÐ... veiddi hana alein og henti út!!!! Vá ég get allt núna Raise The Roof 1
En að öðru fór í skólann í dag og líst mjög vel á bekkinn minn nýja, meira að segja tveir Íslendingar!!! Fékk þær fréttir að ég er í fríi frá 10.sept til 14.okt, já alltaf gott að falla Big Smile ...... nei bara svona að líta á björtu hliðarnar!!! Þannig að við erum búin að panta okkur ferð heim við mæðginin þann 10. sept og komum aftur 11.okt. Guðni Ívar er voða mikið að passa upp á mömmu sína hérna, tilkynnir mér oft á dag að ég sé sko besti vinur hans ekki amalegt það. Annars er voða lítið að frétta af okkur, á morgun er bíó hjá okkur þá ætlar Guðni að kaupa nýja spólu og við horfum á hana frammi, kaupum popp og kók og sofum í sófanum, allt eins og "herrann" óskaði sér TV 2
Jæja ekki meira í bili, endilega að kommenta Cool


30 ágúst 2004

HALLÓ HALLÓ!!!
Já ég hef ákveðið aðeins að skrifa hérna inn á þó svo að ég efist um að einhver lesi þetta en þá er það bara fyrir sjálfa mig að fá útrás (god knows i need it). Alla vega þá erum við mæðginin komin í danaveldi á ný, en við komum til með að vera með annan fótinn á Íslandi fyrir jól alla vega því ég verð ekki mikið í skólanum út af klúðri dauðans AAARRRGGGG 1,2,3,4,5,6,7....... já verð enn þá mjög reið og svekkt út í aumingjann sjálfa mig þegar ég hugsa um þetta..... en hérna ætlum við að láta fara vel um okkur í alla vega 1 ár til viðbótar og Guð einn veit hvað verður svo...... Við vorum búin að fá að vita að okkar biði raðhús til að flytja í en nei auðvitað gekk það ekki upp frekar en nokkuð annað sem ég kem nálægt, ja mar SMYR sig!!!!!! Guðni Ívar er himinlifandi á leikskólanum, var mjög reiður út í mömmu sína þegar hún sótti hann kl. 15 fyrsta daginn hann vildi vera lengur!!! Konurnar eru mjög ánægðar með hann og danskan hans hefur ekkert farið aftur segja þær. Jæja ætla að fara að gera eitthvað af viti (yeah right)
Pollýanna

07 júní 2004

long time no see
Já já ég er á lífi (tæplega þó). Skrapp í smá helgarferð til Íslands um hvítasunnuna, það var bara æði í einu orði sagt, ekkert eðlilega gott að hitta mennina mína tvo!!! Áttaði mig kannski ekki alveg á því hvað ég var virkilega búin að sakna þeirra fyrr en ég sá þá. En allt gott tekur enda og það var ekki gaman að koma heim í tóman kofann, en það sem heldur í mér lífinu er að nú eru bara 16 dagar í heimferð. Ég klára síðasta prófið 23.júní kl. 10.35 og á flug kl. 13.15 sama dag, já það á ekki að sóa neinum tíma. Ég er virkilega að reyna að vera dugleg að lesa en það gengur upp og ofan, satt best að segja veit ég ekki alveg hvernig þetta fer, krossa fingur og biðja!!! Er alla vega ekkert rosa bjartsýn en þetta SKAL ganga for helvede....
Síðan er enn í einhverju hakki og ég kann ekkert á þetta og SUMIR ekki duglegir að reyna að hjálpa (þá meina ég Guðmund Steinarsson ;)) er bara að spá í að hætta þessu og senda þessa síðu yfir móðuna miklu, enda ekki margir sem lesa þetta...
Hej hej for the last time Pála

15 maí 2004

BRÚÐARMARAÞON
Jæja þá eru herlegheitin búin og var allt saman mjög fínt. Best fannst mér þó þegar Frederik byrjaði að tude, og brúðurin ekki einu sinni komin inn í kirkjuna!!! Já held að kappinn hafi brætt alla kvenþjóðina, algjört æði, ég grét bara líka. Ég og Sigrún álpuðumst til að fara út að borða í hádeginu í gær, á uppáhalds kaffihúsið okkar sem btw liggur við hliðina á kirkjunni, vá þvílík mania, Kaupmannahöfn var á öðrum endanum. Eftir mjög góðan hádegisverð flúðum við í sveitina okkar, alltaf jafn friðsæl. Hringdi nú samt í ömmu þegar ég stóð fyrir utan kikjuna því kella var spenntari en Mary yfir þessu öllu saman. Ég meira að segja tók upp fyrir hana frá 8 um morguninn alla dagskrána og fyllti tvær spólur fyrir hana af kóngafólki, sú verður ánægð!!! Best fannst mér nú samt að þulirnir hérna höfðu ekki hugmynd hver Dorrit Mússímús var, hún var kölluð konan í þessu gyllta, gullprinsessan frá Íran og svo mætti lengi telja!!! Jæja er að fara í læsegruppu, já á laugardegi kl. 10!!!! Svo er gleði i aften, Erla Hafsteins ætlar að kíkja í sveitina mína og þá verður nú ekki leiðó!!!
Þið verðið að afsaka síðuna, er með mann í vinnu á Íslandi við að laga þetta allt saman.
HEJ HEJ Krónprinsessan af Kagså

11 maí 2004

HJELP!!!
Hvað gerðist fyrir síðuna mína?????? "Veskan mín er horffin, frú Stella" Er ekki verið að grínast??? Gummi, þú verður að laga þetta!!!!

06 maí 2004

E-MAIL
Ef svo ólíklega vill til að þið hafið verið að senda mér póst eða ætlið að senda mér póst, þá virkar gapið ekki og hefur ekki gert í mjög langan tíma. Þannig að ef þið ætlið að senda mér póst (einmitt af því að þið eruð alltaf að því HINT HINT) sendið þá á pala198@hotmail.com